A A A

Auglżsing um styrki vegna nįmskostnašar eša verkfęra- og tękjakaupa fatlašs fólks

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 37/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Byggðasamlaginu er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

 

Umsóknafrestur er til 24. október 2019 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilisveitarfélags, umsóknaeyðublöð og reglur um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa eru að finna hjá viðkomandi félagsþjónustu.

 

Nżr forstöšumašur Tunglsins

Tálknafjarðarhreppur kynnir til leiks Valdimar Hermann Hannesson sem nýjan forstöðumann Tunglsins. Tunglið er félagsmiðstöð ætluð ungmennum í 7.-10. bekk grunnskólans. Opið er í Tunglinu tvö kvöld í viku í tvo tíma í senn.
  

Valdimar Hermann, eða Lalli eins og hann er gjarnan kallaður, hyggst blása auknu lífi í starfið og hafa krakkarnir þegar hafist handa við að gera Tunglið að sínu með listaverkum á veggi. Óskum við þess að Lalli og ungmennin njóti góðs af samstarfi sínu í vetur.

Snjóathuganamašur į Tįlknafirši

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða snjóathugunarmann til starfa á Tálknafirði. Einnig kemur til greina að viðkomandi sé staðsettur á Patreksfirði. Um er að ræða starf í tímavinnu, sem alla jafna er unnið á tímabilinu 15. október til 15. maí.
 

Helstu verkefni og ábyrgð
Snjóathugunarmaður fylgist með snjóalögum og veðri í nágrenni við sitt byggðalag og aðstoðar við að meta yfirvofandi hættu á snjóflóðum. Einnig sinnir snjóathugunarmaður reglulegum mælingum á snjó, mælir snjóflóð sem falla og skrifar um þau skýrslur.
 

Hæfnikröfur
Umsækjandi verður að þekkja vel til veður- og snjóaðstæðna á svæðinu. Hann verður að geta gert snjóathuganir til fjalla, jafnvel við erfiðar aðstæður, og starfað undir miklu álagi þegar hættuástand skapast. Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, nákvæmur og hafa góða samskiptahæfileika.
 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gildi Veðurstofu Íslands eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum.

Nýr starfsmaður mun fá þjálfun í öryggisatriðum sem tengjast starfinu og mati á snjóflóðahættu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 

Starfshlutfall er 10 - 20%
Umsóknarfrestur er til og með 07.10.2019
 

Nánari upplýsingar veitir:
Harpa Grímsdóttir - harpa@vedur.is - 5226000
Borgar Ævar Axelsson - borgar@vedur.is - 5226000

Smelltu hér til að sækja um starfið


 

Ķbśafundur

1 af 2

Þann 7. október kallar sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps sveitunga sína til fundar. Tilgangurinn er að leita eftir hugmyndum og áherslum íbúa sveitarfélagsins.

Vinna við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er hafin og kjörið tækifæri að hafa áhrif á sitt nærsamfélag.

Staður: Tálknafjarðarskóli
Dagur: mánudagurinn 7. október
Stund: 18:00 – 21:00

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps

Eldri fęrslur
« Desember »
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Nęstu atburšir
Vefumsjón