A A A

Breytt opnun á gámavöllum

Miðvikudaginn 25. mars og 1. apríl verða gámavellirnir opnir frá klukkan 14:00-16:00.

 
Oddviti Tálknafjarðarhrepps

Örugg afhending og geymslugjöld felld niđur

Pósturinn vill biðla til þeirra sem eru heima í sóttkví eða einangrun að grípa til viðeigandi ráðstöfunar og heyra í okkur ef þeir eiga von á sendingu en það er gríðarlega mikilvægt að allir taki höndum saman til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar og viljum við ekki láta okkar eftir liggja. Einfaldasta leiðin til að hafa samband við okkur ef þú átt von á sendingu er að hringja í símanúmerið sem er í SMS skilaboðinu sem við sendum á undan okkur á kvöldin.

Sjá nánar hér: https://www.posturinn.is

Tilkynning til eldri borgara í Tálknafjarđarhreppi sem nýta sér ţjónustu Vindheima

Í ljósi aðstæðna og samkomubanns mun allt félagsstarf aldraðra falla niður þessar fjórar vikur sem samkomubannið gildir .

Vonumst við til að þetta valdi ekki miklum óþæginum  en þetta er talið nauðsynlegt til að gæta alls öryggis og draga úr smithættu.

Skipulags- og matslýsing vegna breytingar á ađalskipulagi Tálknafjarđarhrepp 2006-2018 og breytingar á deiliskipulagi fyrir Norđur Botn skv. 30. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áćtlana 105/2006

Sveitarfélagið Tálknafjörður hyggst vinna breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018. Fyrirhuguð skipulagsbreyting tekur til þess hluta gildandi aðalskipulags sem snýr að seiðaeldi á landareigninni Norður-Botn. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður gerð breyting á deiliskipulagi Norður-Botns.

 

Um er að ræða endurauglýsingu á fyrri lýsingu. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á fyrri lýsingu.

 

 • Uppsetning greinargerðar gerð skýrari. Áformum um uppbyggingu og breytingar á skipulagi gerð skil í kafla 2 Meginmarkmið og viðfangsefni og undirköflum 2.1 Aðalskipulagsbreyting og 2.2 Deiliskipulagsbreyting. Í fyrri lýsingu var hægt að finna þessar upplýsingar í víðar í greinargerðinni.

 • Umfang stækkunar skipulagssvæðisins minnkuð í 2,6 ha (áður 40 ha)

 • Framleiðslumagn aukið í 2400 t (áður 2000 t). Tilgreint að framleiðslumagnið er sameiginlegt fyrir svæði I3 og I11.

 • Byggingarreitur óbreyttur frá fyrri lýsingu (4,5 ha til suðurs)

 • Heildarbyggingarmagn 45.000 m²

 • Samanlagt umfang kerjarýmis tilgreint, þ.e. 60.000 m³

 • Nánari grein gerð fyrir vatnsnotkun

 • Nánari grein gerð fyrir fráveitu

 • Ítarlegri og markvissari umfjöllun um umhverfi og staðhætti á skipulagssvæðinu

 • Betri grein gerð fyrir umhverfismatsferli, m.a. uppbygging á Keldeyri tilgreind sem valkostur (áður ótilgreind staðsetning)

 • Verkáætlun uppfærð

 

Bæði aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsbreytingin eru háð umhverfismati áætlana.

 

Skipulagslýsingin fyrir báðar breytingar eru settar fram í sameiginlegri greinargerð og verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps Strandgötu 38, 460 Tálknafirði og  á heimasíðu sveitarfélagsins www.talknafjordur.is.

 

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is fyrir 29. mars n.k. 

 

SKIPULAGSLÝSINGUNA MÁ SJÁ HÉR

 

Virðingarfyllst,

Óskar Örn Gunnarsson

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Upplýsingar um kóróna-veiruna á auđskildu máli

Landssamtökin Þroskahjálp hafa í samvinnu við landlækni og heilbrigðisráðuneytið búið til upplýsingabækling um kóróna-veiruna á auðlesnu máli.
 

Það er mikilvægt að allir fái réttar og góðar upplýsingar um kóróna-veiruna, líka fólk með þroskahömlun.
 

Við vonum að bæklingurinn komi að góðum notum. Smelltu hér til að skoða bæklinginn.
 

Þú mátt alltaf hafa samband við Landssamtökin Þroskahjálp ef þig vantar upplýsingar, í síma 588-9390.

Starfsfólk óskast

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina í sumar.

Störf sundlaugarvarða felast í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum, 2-2-3.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og
ekki er verra að hafa dálítið frumkvæði.
Æskilegt er að umsækjandi tali auk íslensku amk eitt tungumál.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18.
ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.

Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4 mgr. 10 gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Umsóknarfrestur er til 22. mars 2020.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846 4713
eða sundlaug@talknafjordur.is

Eldri fćrslur
« Júní »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Nćstu atburđir
Vefumsjón