A A A

Kirkjur í Tálknafjarðarhreppi

Í Tálknafjarðarhreppi eru tvær kirkjur, Kirkjan í Stóra-Laugardal og Tálknafjarðarkirkja.

Stóra-Laugardalskirkja

Stóra-Laugardalskirkja var vígð annan sunnudag í núviknaföstu 1907. Kirkjan er bjálkakirkja, tilsniðin í Noregi. Ýmsar sögur eru til um eignarhald kirkjunnar en Einar Ben eignaðist kirkjuna á sínum tíma, sem og jörðina sem Tálknafjarðarkirkja stendur á, en mun aldrei hafa greitt fyrir jarðirnar. 

Altaristafla kirkjunnar er eftirlíking af síðustu kvöldmáltíðinni eftir Leonardo da Vinci. 

Sjaldan er messað í Stóra-Laugardalskirkju nú orðið en þó er reynt að messa alla veganna einu sinni á sumri. 

Tálknafjarðarkirkja

Tálknafjarðarkirja var vígð 5. maí 2002 og er fyrsta timburkirkjan sem byggð hefur verið á Íslandi í háa herrans tíð. Arkitekt kirkjunnar er Elísabet Gunnarsdóttir á Ísafirði. 

Altari kirkjunnar er hannað af Hreini Friðfinnssyni sem og altaristaflan sem ekki er eiginleg altaristafla heldur stór veggur alsettur glitperlum. 

Messað er á þriggja vikna fresti að jafnaði. 

Formaður sóknarnefndar: Ása Jónsdóttir asajons@snerpa.is

Minningarkort kirkjunnar er hægt að kaupa í síma 456-2700.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón