A A A

Ályktanir frá Kvennaþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Slysavarnakonur  á Patreksfirði.
Slysavarnakonur á Patreksfirði.

Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem var haldið dagana 12. – 14. september 2014 á Patreksfirði hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir.

Ályktun

Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldið á Patreksfirði 13. september 2014 skorar á samgönguyfirvöld og Alþingi að tryggja heilsárssamgöngur sunnanverðra Vestfjarða við aðra landshluta og heilsárssamgöngur innan Vestfjarða.

Malarvegir eru víða í óásættanlegu ástandi og miklar slysagildrur.

Þingið tekur undir kröfu heimamanna að Vestfjarðarvegur 60 um Gufudalssveit verði í forgangi og láglendisleið verði kláruð sem allra fyrst.

 

Ályktun um fjarskiptamál

Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldið á Patreksfirði 13. september 2014 skorar á fjarskiptafyrirtækin á Íslandi að tryggja ávallt að fjarskiptakerfi þeirra, sími, gsm og internet virki sem skyldi og að varaleiðir séu ávallt til staða ef bilanir koma upp. Einnig skal áréttað mikilvægi RÚV til að koma skilaboðum til almennings þegar aðrar fjarskipta og samskiptaleiðir liggja niðri.

Greinargerð

Hinn 26. ágúst sl. bilaði aðalkerfi Símans á Vestfjörðum og varakerfi var ekki til staðar sökum skorts á viðhaldi. Allt símasamband Símans lá niðri og samfélagið lamaðist.

Sambærilegt ástand skapaðist á Norðurlandi í september 2012 þegar þar geisaði óveður. Rafmagn fór af stórum hluta Norðurlands í því veðri og fjarskiptakerfi lömuðust. Með tilliti til slysavarna er svona ástand grafalvarlegt mál ef slys gerast eða vá kemur upp. 

 

Slysavarnakonur á sunnanverðum Vestfjörðum.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón