A A A

Árshátíð fyrirtækja 2014

Árshátið fyrirtækja á Tálknafirði verður haldin í íþróttahúsinu laugardaginn 25. október.
Húsið opnar kl. 19:30 og mun borðhald hefjast hálftíma síðar eða kl. 20:00.
Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri íþróttahússins föstudaginn 24. október frá kl. 17 til 19.
Miðaverð er 6.500 kr.
Selt verður inn á dansleikinn eftir kl. 23:00. Verð á dansleikinn er 2.000 kr.
Aldurstakmark á dansleikinn er 18 ár.

Matur:
Haukur Már Sigurðsson eldar fyrir okkur dýrindis 3ja rétta máltíð.
Forréttur: Tígrisrækjusalat (kalt)
Aðalréttur: Lambakjöt (heitt), hamborgarahryggur (kalt), fylltar kalkúnarbringur (kalt).
Heitar sósur og heimalagað meðlæti.
Eftirréttur: Kökur, konfekt og kaffi.

Skemmtun:
Nefndin hefur undirbúið og æft stíft nokkur skemmtiatrið yfir matnum.
Plötusnúðurinn Jónas Snæbjörnsson mun spila danstónlist fram eftir nóttu. Hann spilar bæði gömlu dansana og þá nýrri, jafnvel þá allra nýjustu.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón