A A A

Bind miklar vonir við laxeldi á Vestfjörðum

Fjarðarlax, sjókvíar í Arnarfirði
Fjarðarlax, sjókvíar í Arnarfirði
1 af 2

- segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, um starfsemi Fjarðalax sem skapar um 15 ný störf á svæðinu

 

Fyrstu kynslóð laxeldisstöðvarinnar Fjarðalax ehf. verður slátrað á Patreksfirði innan skamms en fyrirtækið er með um 600 þúsund laxa í sjókvíum í Tálknafirði og Arnarfirði. Þar með verða til um 15 ný framtíðarstörf á sunnanverðum Vestfjörðum sem auglýst voru á dögunum og margir hafa sýnt áhuga. “Ég bind miklar vonir við laxeldi á Vestfjörðum sem mun skapa fjölmörg sérhæfð störf á svæðinu”, segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. “Ég er mjög bjartsýn á að ævintýrið gangi upp, enda vandað til alls undirbúnings. Laxeldið hefur mikla þýðingu fyrir svæðið, til verða fleiri og fjölbreyttari störf og íbúum mun án efa fjölga. Margföldunaráhrifin kunna að verða mikil og fiskeldið því allsherjarinnspýting.”

 

 

Fjarðalax hefur á síðustu tveimur árum byggt upp umfangsmikið laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum og eru starfsmenn þegar orðnir 20 talsins. Framtíðarstörfin 15 sem nú skapast snúa að slátrun fyrstu kynslóðar, vinnslu og pökkun í vinnsluhúsi fyrirtækisins á Patreksfirði. Allar afurðir verða fluttar ferskar á markað í Bandaríkjunum og eru þegar seldar. Fjarðalax er í eigu North landing LLC, eins stærsta aðilans í innflutningi, vinnslu og dreifingu á ferskum laxi og laxaafurðum á austurströnd Bandaríkjanna. Fjarðalax stefnir að því að geta skilað af sér allt að tíu þúsund tonna ársframleiðslu árið 2017, fáist til þess tilskilin leyfi hjá stjórnvöldum.

 

Frekari upplýsingar veitir Höskuldur Steinarsson framkvæmdastjóri, hoskuldur@fjardalax.is, gsm. 699 2691.

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón