A A A

Birna Hannesdóttir nýr skólastjóri Tálknafjarðarskóla

Birna Hannesdóttir
Birna Hannesdóttir

Hlutirnir hafa tilhneigingu til að reddast“ og það á svo sannarlega við í stóra skólastjóramálinu í Tálknafjarðarskóla. Nú hefur þriðji skólastjórinn verið ráðinn við skólann á þessu skólaári og megi hið fornkveðna um að „allt er þegar þrennt er“ sannast. Sveitarfélagið datt aldeilis í lukkupottinn því um stöðu skólastjóra sóttu tveir vel menntaðir og hæfir einstaklingar, úr vöndu var að ráða en niðurstaðan er að ráða Vestfirðinginn Birnu Friðbjörtu S. Hannesdóttur. Birna er kennaramenntuð, hefur lokið MLM námi í forystu og stjórnunarfræðum og mun í júní ljúka 30 eininga diplómanámi í stjórnun menntastofnana. Þar að auki hefur hún bakkalárgráðu í ferðamálafræðum með áherslu á stjórnun. Birna hefur lokið mörgum áhugaverðum námskeiðum er varða skólahald, þar með talið námskeiði í agastjórnun sem við teljum reyndar að reyni ekki mikið á þar sem börnin í Tálknafjarðarskóla eru með eindæmum kurteis og prúð.
 

Birna mun hefja störf þegar í stað og mætir galvösk í skólann strax að loknu páskafríi.
 

Niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk sýna að Birna tekur við góðu búi, nemendur stóðu sig vel og sýndu góðar framfarir, í nærri helming prófa sýndu nemendur meiri eða talsvert meiri framfarir en almennt gerðist á landsvísu.

 

Bryndís Sigurðardóttir,

sveitarstjóri

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón