A A A

Borun á vinnsluholu í landi Litla - Laugardals

Borun við Hoffell í Hornafirði. mynd: ruv.is
Borun við Hoffell í Hornafirði. mynd: ruv.is

Eins og kunnugt er stendur til að bora eftir heitu vatni í landi Litla-Laugardals.  Tálknfirðingar eru orðnir ansi langeygir eftir að borun hefjist, enda gríðarlegur áhugi og spenna fyrir því að hér finnist nægilegt vatn til þess að leggja hitaveitu í þorpið.  Á fundi hreppsnefndar í nóvember kom fram að von væri á bormönnum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um miðjan desember, það gekk því miður ekki vegna ófyrirsjáanlegra tafa af völdum bilana við vinnslu á núverandi verki sem er að Hoffelli við Höfn í Hornafirði.  Strax að því verki loknu mun borinn koma hingað og hafist verður handa við borun.
 
Meðfylgjandi er linkur inn á frétt RÚV þar sem þessi staða kemur fram. 

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/18012013/heitt-vatn-fyrir-hofn

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón