A A A

Brautargengi fyrir góðar hugmyndir

Umsóknarfrestur um styrki í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða er til 12. nóvember svo frumkvöðlar og aðrir hugmyndaríkir einstaklingar á Tálknafirði ættu snarlega að byrja á spennandi umsókn í sjóðinn. Áhersluatriði sjóðsins að þessu sinni beinist að verkefnum sem styðja við búsetu ungs fólks á Vestfjörðum og verkefni sem efla samstarf á milli svæða á Vestfjörðum.
 
Næstkomandi fimmtudag, 8. nóvember, mun Vestfjarðarstofa vera með námskeið um gerð umsókna í Skor á Patreksfirði. Námskeiðið hefst. 20:00 og mun taka um það bil tvo tíma. Hér er linkur í skráningu á það námskeið: https://www.facebook.com/events/1933291980309570/ 
 
Á vef Fjórðungssambands Vestfjarða má nálgast með fréttir og leiðbeiningar um sjóðinn og nauðsynlegt að lesa sér vel til áður en hafist er handa við vinnslu umsóknar. Hér má nálgast fleiri upplýsingar http://www.vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur/styrkumsoknir/.
 
Uppbyggingarsjóður er hluti af Sóknaráætlunar Vestfjarða. Hann er í umsjón Vestfjarðastofu í umboði Fjórðungssambands Vestfirðinga. Sjóðurinn veitir styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Uppbyggingarsjóður varð til með samningi ríkis og Fjórðungssambands Vestfirðinga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 sem undirritaður var 10. febrúar 2015. Sérstök níu manna úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sér um að fara yfir umsóknir og úthluta styrkjum, á grundvelli Sóknaráætlunar Vestfjarða, áherslna og úthlutunarreglna, auk gæða umsókna og verkefna. Í úthlutun ársins 2019 verður væntanlega úthlutað allt að 50 milljónum króna úr sjóðnum. 

 
Heimilt er að sækja um framlag til allt að þriggja ára, enda sé styrkupphæð hærri en 1,5 milljón kr. árlega. Styrkjum til lengri tíma en eins árs verður úthlutað með fyrirvara um að Sóknaráætlun verði framlengd eftir árið 2019. 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri
 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón