A A A

Fjallskila­seðill

Fjallskila­seðill Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps hefur verið samþykktur á fundi fjallskila­nefndar.

Lögréttir skulu vera á tímabilinu frá 7. september til 14. október 2023, en seinni leitir skulu ekki vera síðar en 20. október 2023. Dagsetningar á fjallskilaseðli eru byggðar á reynslu fyrri ára. Ábyrgðaraðilar fyrir leitarsvæði og réttarstjórar eru tilgreindir fyrir hvert svæði. Leitarstjóri sér til þess að leitir séu mannaðar og er mikilvægt að leitarstjórar hafi samband sín á milli til samræmingar þar sem leitarsvæði mætast. 
 

Fjallskilanefnd skorar á land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv. beiðni leitarstjóra. Með þátttöku allra er skipulag og framkvæmd mun einfaldara. 
 

Athugasemdir við fjallskilaseðil skulu berast til formanns fjallskilanefndar eigi síðar en 6. september n.k. Formaður fjallskilanefndar er Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps. 

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón