A A A

Framkvæmdir í Túngötu

Í dag eru hafnar framkvæmdir við að skipta um lagnir í Túngötu frá Lækjargötu og úteftir og því verður ekki gegnumakstur um Túngötu meðan framkvæmdir standa yfir. Það er stefnt að því að vinna verkið þannig að aðeins lítill hluti götunnar verði undir í einu og skurðinum verði lokað jafnóðum og búið er að skipta um lagnir á hverjum stað. Þannig eigi íbúar að geta lagt bílum sínum í götunni um leið og búið er að vinna hvern hluta verksins en gegnum akstur verður ekki mögulegur fyrr en að verki loknu.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lilja Magnúsdóttir

S:895-2947

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón