A A A

Hans Klaufi - Leikhópurinn Lotta

Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur frá Leikhópnum Lottu verður sýndur í félagsheimilinu á Patreksfirði fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17:30. Frítt er inn á sýninguna og það er því um að gera að taka alla fjölskylduna með.
 
Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, er nú þriðja veturinn í röð komin inn í hlýjuna um allt land. Hópurinn setti Hans Klaufa fyrst upp árið 2010, en nú tíu árum síðar verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi.


« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón