A A A

Héraðsþing HHF 2012

1 af 2

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið í Félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd þann 30.apríl s.l.  Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ voru gestir á þinginu. 
 

Lilja Sigurðardóttir, formaður HHF sagði að vel hafi verið mætt og voru ýmis mál tekin fyrir.  Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem starf komandi árs var rætt.  Aron Páll Hauksson var ráðinn framkvæmdarstjóri HHF en hann hefur sinnt starfinu vel seinustu sumur.  Nýtt félag, Skotíþróttafélag Vestfjarðar - Skot Vest, var samþykkt inn í sambandið.  Einnig voru lög HHF yfirfarin.
 

Á þinginu var veitt starfsmerki UMFÍ til Önna Valsdóttur, fyrir mikið og óeigingjarnt starf í gegnum árin.  Íþróttamaður HHF var Saga Ólafsdóttir úr íþróttafélaginu Herði
 

Ein breyting varð á stjórn HHF en Birna Friðbjört Hannesdóttir tók sæti  Bjargar Sæmundsdóttur .  Stjórnina skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi, Birna Friðbjört Hannesdóttir, gjaldkeri, Heiðar Jóhannsson, varastjórn, Kristrún A. Guðjónsdóttir, varastjórn og Guðný Sigurðardóttir, varastjórn. 
 

Stjórn HHF vill þakka þeim sem sóttu þingið og einnig gestgjöfunum í Ungmennafélagi Barðastrandar fyrir frábærar móttökur.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón