A A A

Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði opnaðar

Hrafnseyrarheiði, mynd bb.is
Hrafnseyrarheiði, mynd bb.is

Hrafnseyrarheiði var opnuð fyrir umferð í morgun í fyrsta sinn frá því í desember. Mikill snjómokstur hefur staðið yfir undanfarna daga auk þess sem Vegagerðarmenn unnu að því í morgun að skrapa ís af veginum norðanmegin, að því er fram kemur á Vísisvefnum. Þá eru snjómokstursmenn langt komnir að ryðja Dynjandisheiði og lýkur því verki nú um miðjan dag. Þar með opnast Vestfjarðavegur milli Flókalundar og Þingeyrar og unnt verður á ný að komast akandi stystu leið á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar.

Frétt tekin af bb.is

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón