A A A

Hreyfivika á Tálknafirði 21.-27.maí 2018

1 af 2

Ágætu bæjarbúar.
 

Haldinn hefur verið hreyfimánuður í Tálknafjarðarskóla þar sem nemendur og starfsfólk hafa verið hvött til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nú langar okkur að hafa hreyfiviku fyrir bæjarbúa þar sem markmiðið er að vekja alla til umhugsunar um hreyfingu og hollustu. Ýmislegt er í boði og vonandi taka sem flestir þátt.
 

Fyrst og fremst hvetjum við alla til að leggja bílnum og fara gangandi eða hjólandi í vinnuna þessa viku. Munum að jákvætt hugarfar er smitandi.
 

Í boði verður:

  • Mánudagur 21.maí kl: 14. Hjólreiðatúr að Sveinseyri og gengið eftir fjörunni. Tökum með nesti, hittumst við búðina og leikum okkur í fjörunni.

  • Miðvikudaginn 23.maí kl: 17. Opinn zumbatími hjá Mayu.

  • Fimmtudaginn 24.maí kl: 19:30 Útijóga. Hittumst hjá Túngötu 39.

  • Föstudagur 25.maí kl: 17 Sjósund. Mæting við pollinn. Hver þorir ? Jón Örn verður okkur innan handar.

  • Laugardagur 26.maí kl: 14. Ganga á Tungufell og fara alla leið að Tunguvatni ef veður leyfir og áhugi er fyrir hendi.

  • Sunnudagur 27.maí kl: 16:30. Leikir á Tungutúni í umsjá U.M.F.T.

 

Tökum þátt og höfum gaman saman.

Tálknafjarðarskóli

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón