A A A

Íþrótta- og æskulýðsmál til fyrirmyndar

Mánudaginn 3.febrúar n.k. mun Héraðssambandið Hrafna-Flóki, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur boða til opins vinnufundar þar sem farið verður yfir íþrótta- og æskulýðsmál á svæðinu. Farið verður yfir stöðuna eins og hún er í dag og rætt um hvernig við viljum sjá íþrótta- og æskulýðsmál á starfssvæði HHF í framtíðinni.

Við hvetjum alla íþróttaáhugamenn, stjórnarmenn félaga, foreldra og iðkendur til að mæta og fara í þessa vinnu með okkur.

Viljum við hafa það óbreytt eða viljum við hafa það með öðrum hætti? Ef við viljum breytingar hvernig viljum við að þær verði og hvernig framkvæmum við þær breytingar? Unnið verður í hópum svo að sem flestir geti komið sínum málum á framfæri.

Valdimar Gunnarsson mun mæta á fundinn sem sérstakur ráðgjafi og fulltrúar frá Ungmennafélagi Íslands verða einnig á staðnum.

Fundurinn verður haldinn í anddyri Félagsheimilis Patreksfjarðar og hefst kl.18:00. Áætlað er að fundurinn muni standa til kl. 21:00. Boðið verður upp á léttan kvöldverð og því skal tilkynna þátttöku fyrir laugardaginn 1.febrúar n.k. á netfangið hrafnaf@simnet.is eða hjá Lilju í s: 848-3968.

Stjórn HHF

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón