A A A

Íþróttamiðstöðin opnar

Mikið hefur gengið á í hjarta Tálknafjarðar, íþróttamiðstöðinni en nú er loksins komið að því að hægt verður að opna. Á morgun opnum við alla þjónustu nema heitu pottana sem þurfa meira klapp og ný tæki eftir drukknun í byrjun vikunnar. Verið er að strjúka raf- og tölvulögnum svo eftirlitskerfið virki og við höfum tröllatrú á því að það klárist í dag.
 

Kl. 11:00 í fyrramálið opnar Bjarnveig dyrnar með bros á vör og öllum frjálst að sprikla og baða eftir bestu getu til kl. 14:00 því nú er komin vetraropnun.
 

Í ljós hefur komið að lagnir höfðu gefið sig á nokkrum stöðum, stofnæð hitaveitu undir öðrum pottinum lak sem og lagnir í lagnakjallara, bráðabirgðaviðgerð hefur farið fram en framundan er hönnun og fjárfesting í endurbótum lagna.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón