A A A

Kvæðamannamót

Blásið verður til kvæðamannamóts laugardaginn 3. mars nk. Það er von aðstandenda mótsins að haldið verði skemmtilegt og kraftmikið kvæðamannamót sem styrkir okkur í kvæðamennskunni. Kvæðamannafélagið Ríma á Sigló stendur fyrir þessu móti, í samstarfi við kvæðamannafélagið Gefjunni á Akureyri.  Austfirskir og þingeyskir  kvæðamenn munu fjölmenna á mótið, auk þess sem Iðunn í Reykjavík verður með fulltrúa. 

 

Tillaga að kvæðamannamótinu er eftirfarandi, en allar hugmyndir að tilhögun, viðfangsefnum og námskeiðum á kvæðamannamótinu eru vel þegnar. 

 

(Föstudagur 2. mars, óstaðfest og í athugun: Tónleikar með keltneskum þjóðlagasöngvara frá Skotlandi.)

 

Laugardagur 3. mars:

 

12:00  -  gestir boðnir velkomnir og kynna sig yfir léttum hádegisverði.

13:30  -  námskeið*

15:00  -  stund fyrir spjall með kaffibolla og kleinu.

15:45  -  námskeið*

17:15  -  hvíld fyrir kvöldvöku

19:00  -  kvöldvaka**  

 

* Bára Grímsdóttir kvæðakona hefur staðfest komu sína á mótið. Hún og hennar maður Chris eru tilbúin til að kenna allt mögulegt sem við kemur kvæðamennsku og þjólögum okkar, s.s. kvæðalög, hvernig á að spila á langspil og fiðlu, tvísöngva hvers konar, útsetningar og flutningsmáta. Þau eru opin fyrir hugmyndum og óskum frá okkur.

** Á kvöldvökunni verður kveðið saman, einstaklingar/hópar koma vonandi fram með skemmtiefni, auk þess sem Bára og Chris koma fram. Boðið verður upp á einfalt og gott í matinn, s.s. Íslenska kjötsúpu í aðalrétt, kaffi og pönnuköku með sultu og rjóma í eftirrétt. Eftir matinn verður "gömludansaball" með þjóðlegu ívafi. 

 

Kostnaður:  Aðstandendur mótsins hafa fengið styrk til að halda þetta mót, og eiga von á fleiri styrkum. Ætlunin er að halda kostnaði til þátttakenda í lágmarki. Svo er líka möguleiki að kvæðamannafélögin geti útvegað styrki fyrir sína félagsmenn.

 

Það eru starfandi kvæðamannafélög víða um land - fámenn og einangruð - en ég hef trú á því að ef við tökum höndum saman þá eigum við eftir að fá jákvæða athygli svo fleiri bætist í hópinn. Þetta mót verður vonandi til þess að efla starfsemina hjá okkur öllum. 

 

Með sendingu þessari er verið að kanna áhuga fólks hér á suðursvæði Vestfjarða með þátttöku. Gjörið svo vel að senda staðfestingu með símaupplýsingum á netfangið magnus@atvest.is

 

Gjörið svo vel að senda upplýsingar um mótið til sem flestra svo við Vestfirðingar getum fjölmennt á Siglufjörð helgina 2 – 4 mars nk.

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón