A A A

Kvikmyndahátíð Róta og RIFF

Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni.
Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni.

Kvikmyndahátíð Róta, félags áhugafólks um menningarfjölbreytni, verður haldin dagana 4. til og með 6. október. Sýnt verður í Ísafjarðarbíói og miðaverð er 1.000 krónur, en 500 krónur fyrir börn. Hátíðin er haldin í samstarfi við RIFF kvikmyndahátíð. Dagskráin er eftirfarandi:

 

Þriðjudagur 4. október:

Kl. 20 

HISTORIAS que so existem quando lembradas (98 min)

Tíminn hefur staðið í stað í mörg ár fyrir Madalenu og afskekkt þorpið Joutuomba þar sem hún býr ein með minningunni um látinn eiginmann sinn. En þegar ljósmyndarinn ungi Rita kemur í þorpið þá lifnar yfir tilverunni.

 

Miðvikudagur 5. október:

Kl. 20

Veiðimaðurinn/Bakur Bakuradze (Rússland, 123 min)

Bóndinn Ivan Dunaev fer snemma á fætur. Hann gefur grísunum sínum, vinnur pappírsvinnu, lagar traktorinn og vigtar kjötið sem hann ekur síðan á markaðinn í gamla skrjóðnum sínum. Hann á konu, unglingsdóttur og ungan son. Og hann nýtur þess að veiða. Um þetta snýst heimur hans. Dag einn koma tveir nýir vinnumenn úr fangelsi  í nágrenninu til vinnu á býlinu, þeir Lyuba og Raya. Án þess að Ivan veiti því eftirtekt til að byrja með  fer ýmislegt að taka  breytingum.   

 

Fimmtudagur 6. október:

Kl. 18

Að búa til bók með Steidl (Þýskaland 90 min)

Heimildarmynd

Maðurinn bakvið Karl Lagerfeld og Günter Grass er útgefandi þeirra, Gerhard Steidl.

Myndin spannar yfir eitt ár og við fylgjumst með stærsta bókaútgefanda 21. aldarinnar og því brothætta ferli sem hefst þegar skapandi hugsun verður að bók því hér nálgast listin við að gefa út bók fullkomnun.

 

Kl. 20

Flamengó: Leið gegnum lífið (Spánn, 80 min)

Heimildarmynd

Tito Losada hefur tileinkað líf sitt flamengó dansi. Í nýjasta verkefni sínu, „Misa Flamenca,“ snýr hann sér til samlanda sinna í leit að innblæstri svo hann geti barist gegn eiturlyfjum og fátækt sem ógna framtíð þessa stílhreina dans.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón