A A A

Laus störf hjá Tálknafjarðarhrepp

 •  Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara Móbergi Tálknafirði


Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu auglýsir starf forstöðumanns við félagsstarf aldraðra laust til umsóknar. Um spennandi mótunar- og þróunarstarf er að ræða sem býður upp á fjölbreytta framtíðarmöguleika Um 40% starf er að ræða.  
 


Í starfinu felst m.a. að:

 • Móta og skipuleggja félagsstarfið
 • Fylgjast með nýjungum og innleiða þær í starfinu
 • Leiðbeina fólki við handverk og félagsstarf
 • Skipuleggja og sjá um innkaup
 • Ábyrgð á fjármálum deildarinnar

 

 

Menntun og hæfniskröfur:

 • Reynsla og hæfni sem nýtist við stjórnun og skipulag starfsins
 • Hæfni og áhugi á mannlegum samskiptum
 • Áhugi og færni í ýmisskonar handverki og félagsstarfi
 • Vera tilbúin til þess að sækja námskeið og innleiða nýjungar

 


 

 

 • Starfsmaður í félagslegri heimaþjónustu á Tálknafirði.

 

Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu auglýsir eftir starfsmanni til í heimaþjónustu á Tálknafirði. Um hlutastarf er að ræða.


Í starfinu felst aðstoð við daglegt líf

 • Persónuleg aðstoð, s.s. innlit eða önnur tilfallandi aðstoð eða sérhæfðari aðstoð í samstarfi við heimahjúkrun.
 • Aðstoð við heimilishald, s.s. þrif, hafa til léttar máltíðir.
 • Útréttingar ýmisskonar.

 

 

 

Helstu kröfur til starfsmanns eru:

 • Hæfni og áhugi á mannlegum samskiptum.
 • Stundvísi.
 • Samviskusemi.
 • Heiðarleiki.
 • Bílpróf er og aðgangur að bíl er mikill kostur.

 

 

Um laun fer skv. gildandi kjarasamningum. Ráðið verður sem fyrst í störfin. Öllum umsóknum verður svarað.

Allar frekari upplýsingar fást hjá félagsmálastjóra í síma 450 2300 eða elsa@vesturbyggd.is.

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón