A A A

Lýðheilsu­göngur Ferða­fé­lags Íslands í sept­ember

September er lýðheilsugöngumánuður Ferðafélags Íslands líkt og undanfarin ár en gengið verður alla miðvikudaga í september. Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur lætur ekki sitt eftir liggja og býður upp á glæsilega dagskrá. Allir eiga að finna göngu við sitt hæfi og eru íbúar einatt hvattir til að tengjast fólki, náttúru og sínu innra sjálfi með þátttöku sinni.
 

Tilgangur lýðheilsuganganna er að hvetja almenning til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu og lífsgæði. Ferðafélag Íslands mun halda utan um alla dagskrá um allt land á heimasíðu sinni og inni á Fésbókinni.
 

4. september – Gengið verður að Stöpum í Tálknafirði. Gengið verður í fylgd með UMFT og ætti gangan að taka um 90 mínútur. Lagt verður af stað frá Sellátrum klukkan 18:00.
 

11. september – Gengið verður upp á Brellur í Patreksfirði. Gengið verður í fylgd Margrétar Brynjólfsdóttur og ætti gangan að taka um 120 mínútur. Lagt verður af stað efst úr Sigtúni klukkan 18:00.
 

18. september – Smalaganga með Ásgeiri bónda á Innri-Múla. Fé verður rekið úr Hagafitinni þennan dag og ætti að taka um 120 mínútur. Lagt verður af stað frá Innri-Múla klukkan 17:00.
 

25. september – Gengið verður upp að Hnjúksvatni í Bíldudal. Gengið verður í fylgd Iðu Marsibil Jónsdóttur og ætti gangan að taka um 90 mínútur. Lagt verður af stað frá gömlu rafstöðinni í botni Bíldudals klukkan 18:00.
 

Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Páll Vilhjálmsson

Lýðheilsugöngur sunnanverðir vestfirðir (.pdf)

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón