A A A

Mikið tjón í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar

Margar hendur
Margar hendur
1 af 7

Það var heldur óskemmtileg aðkoma starfsfólks íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar í morgun þegar í ljós kom að lagnakjallarinn var fullur af vatni og öllu rafmagni slegið út. Bjarnveig Guðbrandsdóttir forstöðukona íþróttmiðstöðvar sendi þegar í stað út neyðarkall og innan tíðar var sundlaugargarðurinn fullur af slökkviliðsmönnum, dælum og slöngum og dæling hafin upp úr kjallaranum og allir pottar og sundlaug tæmd. Að öllum líkindum hefur heitavatnslögn farið í sundur og vatnið runnið gegnum lagnarými útipotta inn í kjallara hússins.
 

Tjónið er gríðarlegt og mun fulltrúi tryggingarfélags sveitarfélagsins líta á aðstæður á morgun.
 

Því miður má reikna með að íþróttamiðstöðin verði lokuð í nokkurn tíma því ekkert heitt vatn er á húsinu og rafmagn óstöðugt. En Pollurinn er á sínum stað og lengi tekur sjórinn við.
 

Slökkvilið Tálknafjarðar og Vesturbyggðar stóðu sig afbragðsvel, brugðust skjótt við og kunnu sitt fag, þeim eru hér með færðar kærar þakkir fyrir hjálpina.
 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón