A A A

Ný gönguleið kynnt til leiks

Á sunnudaginn næstkomandi verður ný gönguleið í nærumhverfinu kynnt til leiks og býðst íbúum að koma með í gönguferð.

 

Um er að ræða stíg sem liggur upp með Hólsá, upp fyrir Hrafnagil og í gegnum Þvergil upp að minni Rjúpnadals. Þaðan verður gengið að Systravörðum og loks niður Tungudalinn, niður í þorp.

Leiðin er 6.5 km, í gegnum íslenskan móa og er nokkuð grýtt á köflum. Áætlaður tími er 2½ - 3 klst. Leiðin er flestum fær, en þó er gott að miða við að göngufólk sé komið yfir 12 ára aldur.

 

Góðir gönguskór koma vel að notum, mælt með að fólk klæði sig eftir veðri og hafi vatnsbrúsa með í för.

 

Mæting er klukkan 14:00 við fjárhúsin uppi í Hrafnadal.

 

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón