A A A

Oddvitakjör og sumarfrí

Guðni Jóhann Ólafsson, varaoddviti
Guðni Jóhann Ólafsson, varaoddviti

Samkvæmt samþykktum Tálknafjarðarhrepps á að kjósa oddvita og varaoddvita til eins árs í senn og skal kjör fara fram á síðasta fundi sveitarstjórnar fyrir sumarfrí. Bjarnveig Guðbrandsdóttir bauð sig fram til áframhaldandi starfa sem oddviti og var hún kjörin með 5 atkvæðum. Björgvin Smári Haraldsson sem verið hefur varaoddviti undanfarið ár óskaði eftir að stíga til hliðar og tillaga um Guðna Ólafsson sem varaoddvita var þá borin upp og samþykkt með fjórum atkvæðum. Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir sat hjá.
 

Nú tekur við hefðbundið sumarfrí sveitarstjórnar og er næsti fundur boðaður þann 15. ágúst, sömuleiðis er rétt að minna á að skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 22. júlí – 9. ágúst.
 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón