A A A

Pakkarnir sóttir heim að dyrum á Tálknafirði

Frá og með 1. maí mun póstbíll taka við póstafgreiðslu á Tálknafirði. Póstbíllinn mun veita sambærilega þjónustu og pósthúsin, ásamt því að dreifa og taka við pósti frá íbúum.  

 

Póstbíllinn mun aka alla virka daga frá kl 11:00 til 14:00. Haft er beint samband við póstbílinn til að koma frá sér sendingum, ef sérstakar óskir eru varðandi afhendingu sendinga má koma þeim á framfæri og reynt verður að verða við slíkum beiðnum eins og kostur er. Samskonar þjónusta póstbíla er starfrækt á um 20 stöðum víðsvegar um landið og hefur gefist vel. Samhliða þessari breytingu á þjónustu verður póstafgreiðslu á Tálknafirði lokað. Frímerki og umbúðir verður hægt að kaupa í Tálknakjör og póstkassi verður staðsettur þar.

 

Póstbíllinn kemur frá pósthúsinu á Patreksfirði. Sími póstbílsins er 825 1155, en einnig má hafa samband við pósthúsið á Patreksfirði í síma 456 1000.

 

Aðrar upplýsingar er hægt að nálgast hjá þjónustuveri Póstsins í síma 580 1200.

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón