A A A

SEEDS kynnir spennandi verkefni á Ítalíu!

Hefur þú áhuga á að ferðast, kynnast nýju fólki og upplifa öðruvísi menningu? Hvernig væri að skella sér til Ítalíu og upplifa menningu Sikileyjar og taka þátt í skemmtilegu verkefni?
 

SEEDS leitar nú að þátttakendum fyrir leiðtoga námskeið á vegum ungmennaskipta Evrópu unga fólksins á Ítalíu 17. – 23. apríl 2013! Námskeiðið mun fara fram í bænum Alcamo á Sikiley og ber það heitið "Lead For A Reason". Námskeiðið mun fara fram á ensku og þar munu hópar frá Íslandi, Króatíu, Eistlandi, Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Lúxemborg koma saman og þróa leiðtogahæfileika sína.
 

Markmið námskeiðsins er að þjálfa þátttakendur í að leiða hópa, t.d. í verkefnum innan Evrópu unga fólksins, og skipuleggja sín eigin verkefni í sínum heimalöndum. Þátttakendur munu m.a. taka þátt í umræðum og fá þjálfun í að leysa vandamál sem geta komið upp þar sem hópar ólíkra einstaklinga eru saman komnir.
 

Námskeiðið er styrkt af ungmennaáætlun Evrópusambandsins og því munu þátttaknedur fá allt að 70% endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar auk þess sem þeim er séð fyrir fæði og húsnæði á meðan að verkefninu stendur.
 

Allar nánari upplýsingar auk umsóknareyðublaðs er að finna á:

http://www.seeds.is/files/2013/lead-for-a-reason.pdf

Tekið er fyrir umsóknum og fyrirspurnum á outgoing@seeds.is

Frekari upplýsingar veitir Unnur Eyfells: outgoing@seeds.is

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón