A A A

Sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykkt

Sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var samþykkt í íbúakosningu.

Íbúar í Tálknafjarðarhreppi samþykktu tillöguna með 96% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 139 greiddu atkvæði með sameiningu en 5 greiddu atkvæði gegn sameiningu . Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 1.

Kjörsókn var 78,1%.
 

Íbúar í Vesturbyggð samþykktu tillöguna með 82% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 364 greiddu atkvæði með sameiningu en 73 greiddu atkvæði gegn sameiningu. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 4.

Kjörsókn var 52,48%.

Í samræmi við sveitarstjórnarlög munu sveitarstjórnirnar tvær nú skipa fulltrúa í sameiginlega sérstaka stjórn sem hefur það hlutverk að undirbúa stofnun hins nýja sveitarfélags.

 vestfirdingar.is

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón