A A A

Sjóræningjaskóli opnar á Patreksfirði

Laugardaginn 4. ágúst klukkan 13 verður nýstárlegur skóli opnaður á Patreksfirði, nánar tiltekið í Sjóræningjahúsinu. Um að ræða skóla fyrir verðandi sjóræningja og aðra sem vilja fræðast um ýmislegt er viðkemur sjóferðum. Þar munu nemendur þurfa að leysa verkefni á borð við að velja réttan kost til sjóferðar, rata eftir stjörnunum, hnýta hnúta og ýmislegt fleira. Um sjálfsnám er að ræða en við komu í skólann fá nemendur afhenta verkefnabók sem þeir þurfa að fylla inn í og útskrifast þeir þegar öll verkefnin í bókinni hafa verið leyst.

 

Sjóræningjaskólinn verður opinn alla daga til 3. september, frá klukkan 11-18.

 

Skólasetningin stendur yfir frá klukkan 13-18 og í tilefni opnunarinnar verður öllum nemendum boðið upp á hressingu við útskrift.

 

Menningarráð Vestfjarða styrkir gerð skólans.

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón