A A A

Skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepp 2006-2018 og breytingar á deiliskipulagi fyrir Norður Botn skv. 30. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana 105/2006

Sveitarfélagið Tálknafjörður hyggst vinna breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018. Fyrirhuguð skipulagsbreyting tekur til þess hluta gildandi aðalskipulags sem snýr að seiðaeldi á landareigninni Norður-Botn. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður gerð breyting á deiliskipulagi Norður-Botns.

 

Fyrirhugaðar skipulagbreytingar munu fela í sér að hámarksframleiðsla í Norður-Botni eykst úr 400 t í 2000 t á ári og stækkun byggingarreits um 4,5 ha til suðurs. Byggingarmagn eykst töluvert en stækkun stöðvarinnar gerir ráð fyrir tíu húsum sem hvert um sig er með um 4.000 m3 kerjarými innanhúss eða samtals 45.000 m3.

 

Bæði aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsbreytingin eru háð umhverfismati áætlana.

 

Skipulagslýsingin fyrir báðar breytingar eru settar fram í sameiginlegri greinargerð og verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps Strandgötu 38, 460 Tálknafirði og  á heimasíðu sveitarfélagsins www.talknafjordur.is.

 

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is fyrir 2. desember n.k. 

 

SKIPULAGSLÝSINGUNA MÁ SJÁ HÉR (.pdf)

 

Virðingarfyllst,

Óskar Örn Gunnarsson

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón