A A A

Skjaldborg 2012

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda fagnar nýju ári og mögulegum heimsenda með því að bjóða öllum Íslendingum í bíó á Patreksfirði hvítasunnuhelgina 25. til 28. júní. Eins og fyrri ár er ókeypis í bíóið. Á hátíðinni 2011 voru 17 íslenskar heimildamyndir frumsýndar en það árið hlaut myndin Jón og séra Jón Einarinn, áhofendaverðlaun Skjaldborgar.

En það er ekki nóg með að við viljum fá alla Íslendinga í bíó, því að þessu sinni verða allar myndir hátíðarinnar með enskum texta. Þetta er nýbreytni sem sprettur í fyrsta lagi af þeim mörgu fyrirspurnum sem við höfum fengið um hvaða myndir séu aðgengilegar þeim sem ekki skilja íslensku, og í öðru lagi er það mikilvægt hverri kvikmyndahátíð að vera aðgengileg sem flestum.

Nú er ný heimasíða hátíðarinnar komin upp á slóðinni www.skjaldborg.com og þar geta þeir sem vilja koma mynd að á hátíðinni fyllt út og sent inn rafræna umsókn. Að loknum þeim fáu mínutum sem í það fer, er hægt slaka á og bíða spennt/ur eftir svari hátíðarnefndarinnar sem verður sent út í byrjun maí.

Umsóknarfrestur er til 10 apríl.


Til að heimildamynd teljist gjaldgeng á Skjaldborg má hún hvorki hafa verið sýnd í sjónvarpi né í kvikmyndahúsi á Íslandi.

Athugið að til að auka aðgengi að hátíðinni hefur verið gerð sú breyting að öllum sýningareintökum verður að skila inn með enskum texta.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón