A A A

Sönghátíð í Tálknafjarðarkirkju

Sunnukórinn á Ísafirði heldur af stað í söngferðalag laugardaginn 11. október. Farið verður á suðursvæði Vestfjarða, þar sem fyrsta stopp er Sjúkrahúsið á Patreksfirði en þar ætlar kórinn að syngja nokkur lög fyrir skjólstæðinga og alla þá eldri borgara sem heimangengt eiga. Ekkert gjald er heimt fyrir þann söng.

 

Síðar um daginn verður annað hljóð í strokknum því þá munu kór Hvammstangakirkju og Sunnukórinn bjóða Vestfirðingum til sönghátíðar í Tálknafjarðarkirkju. Hefst söngurinn þar kl. 17:00. Sameina kórarnir þar krafta sína og munu þeir syngja kirkjulega sem og veraldlega tónlist – allt frá Graduale til BG og Ingibjargar. Ekki er um sameiginlegan söng að ræða, heldur skiptast kórarnir á að syngja sínar dagskrár og má því búast við lífi í tuskunum og fjölbreyttri tónlist. Aðgangseyrir á þá tónleika er kr. 1000.-

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón