A A A

Starf forstöðumanns tæknideildar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps er laust til umsóknar

Hlutverk og ábyrgðarsvið:

Forstöðumaður Tæknideildar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps hefur yfirumsjón með skipulags-og byggingarmálum og öllum verklegum framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélaganna. Forstöðumaðurinn hefur forystu um faglegan undirbúning við mótun stefnu sveitarfélagsins á sviði skipulags- og byggingamála á hverjum tíma og er skipulags og byggingarnefndum, bæjar-og sveitarstjóra og sveitarstjórnum til ráðgjafar á því sviði og sér um að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslög nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglugerðum varðandi byggingarmál í sveitarfélaginu sé framfylgt. Hann ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, eftirliti með viðhaldi, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði skipulags- og byggingarmála sbr. 8 gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði.
  • Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum, byggingarreglugerð er æskileg.
  • Reynsla af stjórnun er æskileg.
  • Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er æskileg.
  • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
  • Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
  • Góð almenn tölvukunnátta.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi fagfélags og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 20. Júlí nk.


Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn til baejarstjori@vesturbyggd.is. Umsókninni þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir hæfni til starfans út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn sinni.

Öllum umsóknum verður svaraðNánari upplýsingar:

Á sunnanverðum Vestfjörðum búa ríflega 1300 manns í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Íbúum hefur fjölgað töluvert undanfarin ár og mikil uppbygging hefur verið á að undanförnu og er framundan. Stærstu byggðakjarnarnir eru: Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur.


Í sveitarfélögunum eru mjög góðir grunnskólar, leikskólar, tónlistarskólar og framhaldsdeild Fjölbrautar- skóla Snæfellinga. Þrjú nýleg íþróttahús eru á svæðinu, tvær mjög góðar sundlaugar og frábær líkamsræktaraðstaða. Öflugt íþróttastarf er í sveitarfélögunum sem og menningar- og tónlistarstarf. Auðvelt er njóta útivistar þar sem ægifögur náttúra Vestfjarða er alls staðar innan seilingar, s.s. Rauðasandur, Látrabjarg, Ketildalir og Barðaströnd.


Samgöngur innan svæðisins eru mjög góðar. Flugfélagið Ernir flýgur alla daga nema laugardaga til Bíldudals frá Reykjavík (tekur 30 mínútur) og Breiðafjarðarferjan Baldur fer alla daga nema laugardaga yfir vetrartímann frá Stykkishólmi að Brjánslæk.


Mannlífið er gott og íbúarnir eru samstíga um að bjóða upp á kröftug, samheldin og framsækin sveitarfélög.

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón