A A A

Starfshópur um mótun aðalskipulags

Ágætu Tálknfirðingar.

Viljið þið hafa áhrif á framtíðinni í Tálknafirði? Þá er tækifærið núna því vinna við aðalskipulag Tálknafjarðar 2018-2030 er í fullum gangi. Við óskum eftir 2-4 áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í vinnu starfshóps um mótun aðalskipulagsins og koma með tillögur að fyrirkomulagi til framtíðar. Ætlunin er að þessi starfshópur hittist á ca tveggja til þriggja vikna fresti fram á sumar og haldi utan um skipulagsvinnuna ásamt sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa. Fundirnir yrðu haldnir á þeim tíma sem hentaði þátttakendum best. Einnig er ráðgert að halda íbúafundi um skipulagsmálin þannig að öllum íbúum sé gefinn kostur á að koma með tillögur og ábendingar um hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina í Tálknafirði til næstu 12 ára.
 

Áhugasamir hafi samband við sveitarskrifstofu til að fá frekari upplýsingar og skrá sig.
 

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón