A A A

Starfsmaður óskast

Fræðslumiðstöð Vestfjarða óskar að ráða starfsmann við starfsstöð miðstöðvarinnar á Patreksfirði.

Starfið felst í flestu sem viðkemur fullorðinsfræðslu, svo sem skipulagningu og rekstri námskeiða, ráðgjöf og fræðsluhönnun.

 

Starfshlutfall hjá Fræðslumiðstöðinni er 60%, en mögulega verður hægt að auka við það með verkefnum frá samstarfsaðilum.

 

Umsækjandi þarf að hafa góða almenna menntun; kennslufræði og þekking á fullorðinsfræðslu er æskileg. Umfram allt þarf umsækjandi að hafa áhuga fyrir starfinu og vera góður í mannlegum samskiptum.

 

Umsækjandi þarf að getað hafið störf sem fyrst.

 

Laun eru samkvæmt launakjörum hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

 

Umsóknarfrestur er til 29. janúar n.k.

 

Umsóknir skulu sendar Smára Haraldssyni, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, 400 Ísafirði, sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar.

 

 

Ísafirði, 19. janúar 2012.

Fræðslumisðtöð Vestfjarða.

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón