A A A

Starfsmaður við félagsstarf eldri borgara á Tálknafirði

Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu auglýsir  eftir starfsmanni við félagsstarf aldraðra. Starfsemin er í mótun og því verður um tímabundna ráðningu að ræða í 40% starf til áramóta með möguleika á auknu starfshlutfalli.
 


Í starfinu felst m.a. að:

  • Móta og skipuleggja félagsstarfið í samstarfi við notendur, næsta yfirmann og samstarfsfólk.
  • Fylgjast með nýjungum og innleiða þær í starfinu.
  • Skipuleggja félagsstarf, leiðbeina við handverk, skipuleggja fræðslutilboð og leita eftir auknu samstarfi við aðila í samfélaginu.
  • Skipuleggja og sjá um innkaup, hafa til léttar veitingar.

 

Menntun og hæfniskröfur:

  • Reynsla og hæfni sem nýtist í starfinu.
  • Samstarfshæfni og áhugi á mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á félagsstarfi, færni í ýmisskonar handverki er ótvíræður kostur en áhugi nauðsynlegur.
  • Starfsmaður þarf að sýna sveigjanleika og hafa metnað til að byggja upp öflugt starf í samstarfi við ýmsa aðila.

 

Leitað er eftir áhugasamri, lífsglaðri og sveigjanlegri manneskju sem er tilbúin til þess að vinna með fólki á öllum aldri og getur hafið störf nú þegar. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðismálum félagsstarfsins sem er ætlað að þróast áfram og vaxa á næstu misserum. Það verður því spennandi og verðugt verkefni að taka við félagsstarfinu, móta það og leiða áfram. Um næstu áramót er gert ráð fyrir að starfsmaður taki við forstöðu félagsstarfsins. 

 

Um laun fer skv. gildandi kjarasamningum. Ráðið verður sem fyrst í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.


Allar frekari upplýsingar fást hjá Elsu Reimarsdóttur í síma 450 2300 eða elsa@vesturbyggd.is.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón