A A A

Starfsnám stuðningsfulltrúa grunn- og framhaldsnám vorönn 2012

Starfsnám fyrir stuðningsfulltrúa er ætlað starfsmönnum í þjónustu við fatlaða, aldraða og sjúka. Námið er einnig opið þeim sem hyggja á störf á þessum vettvangi.
 

Markmiðið er að auka færni og þekkingu starfsfólks á aðstæðum og þörfum fatlaðra til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Námið snertir fjölbreytta fleti sálar-, félags- og uppeldisfræði og er grunn- og framhaldsnámið metið til eininga í félagsliðabrú. Taka verður grunnnámið áður en framhaldsnámið er stundað.
Sjá nánar kynningarblað sem hægt er að prenta út og hengja upp á vinnustöðum.
 

Starfsnám stuðningsfulltrúa – grunnnám (160 kst)
Markmiðið með grunnnámi stuðningsfulltrúa er að fræða nemendur um líf og aðstæður fatlaðra og efla fagmennsku þeirra og færni í starfi. Þeir námsþættir sem kenndir eru í grunnnáminu eru 27 talsins og verður að taka þá alla ef ljúka á náminu.
 

Reykjavík: Hefst 23. jan. kl. 8.30-12.00, kennt aðra hverja viku.
Nánari upplýsingar og skráning hér.
 

Starfsnám stuðningsfulltrúa – framhaldsnám (80 kst)
Markmiðið með framhaldsnámi stuðningsfulltrúa er að fræðast enn frekar um líf og aðstæður fatlaðra og efla færni starfsfólks við þjónustu þeirra. Námsþættir eru 16 talsins auk lokaverkefnis og útskriftar og verður að taka þá alla ef ljúka á náminu. Að loknu námi er leiðin greið inn í félagsliðabrú að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
 

Reykjavík: Hefst 13. feb. kl. 8.30-12, kennt aðra hverja viku.
Nánari upplýsingar og skráning hér.
 

Ísafjörður: Hefst 13. feb. kl. 8.30-12, kennt aðra hverja viku í fjarfundi.
Nánari upplýsingar og skráning hér.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón