A A A

Styrkir til rannsókna og nýsköpunar í Vestur Barðastrandasýslu

Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr rannsókna- og nýsköpunarsjóði Vestur- Barðastrandasýslu (Ranníba). Sjóðurinn hefur það hlutverk að fjölga atvinnutækifærum með því að efla rannsóknir og nýsköpunarstörf fyrirtækja, einstaklinga og stofnana sem hafa aðsetur eða lögheimili í Vestur-Barðastandasýslu. 

Úthlutun verður í maí 2019 og verður sérstaklega litið til verkefna sem: 

  • Stuðla að búsetu ungs fólks.
  • Efla samstarf á milli svæða.
  • Efla þekkingu á auðlindum svæðisins.
  • Stuðla að aukinni menningarstarfsemi.
  • Stuðla að bættri umgengni við umhverfið og náttúru.

 Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2019 og er hægt að skila umsókn hér.
 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón