A A A

Sundlaugin opnar á mánudaginn

1 af 3

Það er allt búið að vera á fullu í sundlauginni síðustu daga við alls konar verkefni sem bæði snúa að viðhaldi og þrifum. Í morgun voru síðustu pennslaförin dregin í sundlaugarkerið og unnið að lokafrágangi. Það náðist að klára það sem þurfti og því opnar sundlaugin núna á mánudaginn 18. maí. Við vitum að fólk bíður spennt eftir því að komast aftur í sund eftir stopp sem mörgum finnst allt of langt.

 

Að sjálfsögðu verður farið eftir þeim fyrirmælum sem almannavarnir hafa gefið vegna starfsemi sundlauga og því verður hvorki opið í kalda kerið né saunaklefann. Við viljum jafnframt biðja sundlaugargesti um að fara eftir þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið til þeirra sem sækja sundstaði. Þannig hjálpumst við öll að og getum notið þess að komast loksins aftur í sund.

ÓÞÓ

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón