A A A

Sveitarstjórnarmenn fagna samkomulagi

Tölvumynd af framtíðarvegi yfir Þorskafjörð
Tölvumynd af framtíðarvegi yfir Þorskafjörð

Sveitarstjórnarmenn í Tálknafirði fagna heils hugar samkomulagi Vegagerðarinnar og landeigenda Grafar í Þorskafirði um vegalagningu í Gufudalssveit. Með þessu samkomulagi hillir undir að þessu áratugagamla baráttumáli ljúki og að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum og aðrir landsmenn fái löngu tímabærar vegabætur á þessum vegkafla um Gufudalssveitina. Þessi samningur er afar ánægjulegur áfangi í þeirri baráttu að samgöngur á Vestfjörðum verði bættar þannig að tenging við aðra landshluta og innan landshlutans sé í samræmi við umferðar- og öryggiskröfur nútímans.

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón