A A A

Taupokagerð

Kæru íbúar Tálknafjarðarhrepps.

Næst komandi þriðjudag, þann 24. október ætlum við að hittast á Vindheimum kl. 20:00 og sauma taupoka saman. Það verða allavega 3 saumavélar á staðnum og það væri frábært ef fólk gæti tekið slíkar vélar með sér. Einnig er fólk hvatt til að koma með alls konar efni, t.d. föt sem er hætt að nota til að sauma úr. Stuttermabolir henta einstaklega vel.

Pokarnir verða síðan settir í búðina Hjá Jóhönnu þar sem verður hægt að fá þá lánaða undir vörurnar sínar.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á Pokastöðvar á Íslandi á Facebook og á vestfirdir.is
 

Vonumst til að sjá sem flesta.

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    
Næstu atburðir
Vefumsjón