A A A

Tendrun ljósa á jólatré sveitarfélagsins með óhefðbundnum hætti

Síðustu daga hafa starfsmenn sveitarfélagsins unnið að því að setja upp jólaskreytingar. Þá er búið er að setja upp smávaxið en fallegt jólatré á Lækjatorgi. Vegna þeirra samkomutakmarkanna sem nú eru í gildi verður tendrun ljósa á trénu hins vegar með aðeins öðrum hætti en venjulega. Í næstu viku munu nemendur í Tálknafjarðarskóla fara með starfsmönnum að trénu á skólatíma og verða börnin viðstödd þegar ljósin á trénu verða kveikt.


Þetta er gert í stað þess að vera með almennan viðburð eins og gert væri ef engar samkomutakmarkanir væru í gildi. Með þessum hætti ná börnin þó vonandi að upplifa jólastemninguna í upphafi aðventu og svo við hin fullorðnu líka þegar við eigum leið fram hjá trénu.

Ólafur Þór Ólafsson
sveitarstjóri

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón