A A A

Tilkynning frá Tálknafjarðarskóla vegna slæmrar veðurspár

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Samkvæmt veðurspá morgundagsins er spáð appelsínugulri viðvörun við upphaf skóladags. Samkvæmt óveðursáætlun Tálknafjarðarskóla kemur fram að hafi Veðurstofa Íslands gefið út gula, appelsínugula eða rauða viðvörun eru tilkynningar til foreldra/forráðamanna virkjaðar.

VIÐBÚNAÐARSTIG 2 – Appelsínugul viðvörun - í gildi frá byrjun skóladags
Miðlungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum. Veðrið getur valdið tjóni og slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð. Skólastjóri metur aðstæður, skólahald gæti fallið niður.
 
Hvernig eiga forsjáraðilar að bregðast við?
Meiri líkur eru á þörf fyrir fylgd í og úr skóla, að starfsfólk leiti liðsinnis forsjáraðila í upphafi skóladags vegna manneklu. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd.
 
Að morgni dags:
Forsjáraðilar þurfa að morgni að tryggja að starfsmaður sé í skólanum til að taka á móti börnunum þar sem einhver röskun getur orðið á skólastarfi vegna veðurs. Tafist getur að fullmanna skólann og mega forsjáraðilar þá búast við að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjáraðilar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.
 
Í lok skóladags:
Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.
 
Sjá nánar í óveðursáætlun skólans á heimasíðu:
https://talknafjardarskoli.is/wp-content/uploads/2020/12/%C3%93ve%C3%B0urs%C3%A1%C3%A6tlun.pdf?fbclid=IwAR25WW9K0E-qbQsO31Utl8L1EyhCuGCvkygvJdizj-gKo_DtbF3TLtrGRK0
 
Mikilvægt er að láta skóla vita ef foreldrar/forráðamenn ákveða að senda börn sín ekki í skóla vegna veðurs, beinið slíkum upplýsingum til umsjónarkennara/deildarstjóra leikskóla.
 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón