A A A

Tilkynning frá versluninni Fjölval

1 af 4

Ágætu viðskiptavinir.

 

Við erum mjög stolt af því að geta boðað góð tíðindi í verslunarmálum á svæðinu.

Við höfum náð samningum um sölu á  Euroshopper vörunum frá Hagkaup/Bónus í versluninn okkar á Patreksfirði. Að auki höfum við fengið leyfi til að selja vörumerki Himneskt frá Sollu í grænum kosti og fleiri vörumerki sem Hagkaup/Bónus er með umboð fyrir.

 

Að okkar mati eru þetta stór tíðindi sem leiða til mikillar lækkunar á vöruverði á svæðinu.

Í hús eru komnar rúmlega 140 vörur frá Euro-shopper og væntanlegar eru vörur í öðrum merkjum.

Á þriðjudagskvöld verða þessar vörur allar komnar í hillur. Af þessu tilefni bjóðum við þér að koma í verslunina Fjölval á milli kl. 18.oo og 21.oo og kynna ykkur vöruframboðið.

Heitt kaffi verður á könnunni og hver veit nema í boði verði smá matarbiti.

Í auglýsingunni eru nokkur verðdæmi til samanburðar, endilega kynnið ykkur þetta ágæta framtak.

 

Við minnum á að það er opið til kl. 20.00 alla virka daga

og frá 11-16 um helgar.

 

Við viljum einnig minna á 30% afslátt af grænmeti (nema kartöflum)  og ávöxtum alla laugardaga.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón