A A A

Tilkynning um færanlegan kjörstað

Sameiginleg kjörstjórn um kosningar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur tekið ákvörðun um að setja upp færanlegan kjörstað á eftirfarandi tíma og stað:
 

Föstudaginn 20. október 2023

  • Kl. 13:00 – 14:00 við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Stekkjum 1, 450 Patreksfirði
  • Kl. 15:00 – 16:00 við Leikskólann Araklett, Strandgötu 20, 450 Patreksfirði

Þriðjudaginn 24. október 2023

  • Kl. 14:00-15:00 í Odda hf., Eyrargötu 1, 450 Patreksfirði

Miðvikudaginn 25. október 2023

  • Kl. 12:30 - 13:30 hjá Arnarlaxi, vinnslustöð Bíldudal

Samkvæmt reglugerð um íbúakosningar sveitarfélag er ekki heimilt að hafa tvo kjörstaði fyrir sömu kjördeildir opna samtímis. Því mun þurfa að loka kjörstöðum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar á eftirfarandi tímum:

  • kl. 12:00 föstudaginn 20. október og þriðjudaginn 24. október
  • kl. 11:00 miðvikudaginn 25. október

www.vestfirdingar.is

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón