A A A

Tillögur að verndarsvæði í byggð

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til sveitarfélaga til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.

 

Sveitarfélögum er heimilt að sækja um styrk til að vinna tillögu um verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og reglugerðar sem samþykkt var 9. júní 2016.

Samkvæmt 4. gr. laganna  skulu sveitarfélög meta hvort innan staðarmarka sveitarfélagsins sé byggð sem hafi slíkt gildi hvað varðveislu svipmóts og menningarsögu varðar, ásamt listrænu gildi, að ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð.
 

Heimilt er að sækja um styrki vegna kostnaðar við að útbúa greinargerð um mat á varðveislugildi sem fylgja skal tillögu að verndarsvæði í byggð, þ.m.t. vegna verkþátta sem liggja til grundvallar greinargerð, svo sem verkáætlunar, gagnasöfnunar, vinnslu kortagagna, myndefnis,  fornleifaskráningar, húsakönnunar og samráðs við íbúa.  

Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is
 

Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2016. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. 
 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón