A A A

Unnið að sóknaráætlun Vestfjarða

Fjórðungssamband Vestfirðinga vinnur að gerð sóknaráætlunar fyrir Vesfirði, en samkvæmt ríkisstjórnarsamþykkt frá 22. júní 2012 er landshlutasamtökum sveitarfélaga falið að vinna og bera ábyrgð á sóknaráætlun landshluta.

 

Unnar verða þrjár sóknaráætlanir fyrir hvert svæði Vestfjarða, Norðursvæði, Suðursvæði og Reykhóla og Strandir. Þær verða svo teknar saman og úr þeim gerð ein heildstæð sóknaráætlun fyrir Vestfirði.

 

Atvinnuþróunarfélagi Vestfirðinga hefur verið falið að vinna að sóknaráætluninni í samvinnu við framkvæmdastjóra sveitarfélaga svæðanna. Þeirri vinnu skal lokið og skilað til skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga eigi síðar en 15. nóvember n.k.

 

Þann 19. nóvember er ætlunin að kalla samráðsvettvang sóknaráætlunar Vestfjarða saman og fara yfir fyrirliggjandi vinnu og í framhaldi af því skipa framkvæmdaráð til að vinna að sóknaráætlun Vestfjarða.

 

Lokatillaga að sóknaráætlun verður síðan send samráðsvettvanginum þann 1. desember n.k. til umræðu og umsagnar og stefnt er á að sóknaáætlun Vestfjarða verði svo birt 15. desember 2012.

 

Vegna þessarar vinnu er boðað til funda með sveitarstjórnarmönnum, atvinnurekendum og öðrum hagsmunaaðilum á Vestfjörðum sem hér segir:

 

  • Félagsheimilinu á Patreksfirði þriðjudaginn 6. nóvember 2012 kl. 10.00-15.00
  • Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 7. nóvember nk. efstu hæð 10.00-15.00
  • Hnyðja á Hólmavík miðvikudaginn 7. nóvember nk. kl. 10.00-15.00


Tekið er á móti skráningum á netfangið magnus@atvest.is fyrir þriðjudaginn 6. nóvember nk.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón