A A A

Hvert stefnum við?

Magnús Ólafs Hansson
Magnús Ólafs Hansson

- Grein eftir Magnús Ólafs Hansson

Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fólki á suðursvæði Vestfjarða fækkað um 40% frá árinu 1990. Með fækkandi fólki dregur jafnt og þétt úr allri þjónustu, eins og gefur að skilja.


Fyrir þriðjungi aldar eða kringum 1980 gat fólk á svæðinu sótt flesta þjónustu á Patreksfjörð. Þá var Patreksfjörður miðstöð allrar opinberrar þjónustu fyrir svæðið í heild – með símstöð, heilsugæslu, apóteki, sjúkrahúsi, bönkum, sýsluskrifstofu, lögreglustöð og pósthúsi.

...
Meira

Lífshlaupið, heilsu-og hvatningarverkefni ÍSÍ

Lífshlaupið verður ræst í fimmta sinn miðvikudaginn 1. febrúar n.k. Um 16.400 manns tóku þátt í Lífshlaupinu á síðasta ári og fjölgaði þátttakendum um rúmlega 3000 á milli ára. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is

...
Meira

Aukaferð Baldurs

Vegna ófærðar og tengdra erfiðleika undanfarna sólahringa verða farnar tvær ferðir á ferjunni Baldri á morgun, föstudaginn 27. janúar  sem hér segir.:

 

Frá Stykkishólmi   kl.: 09:00 og aftur kl.: 15:00

Frá Brjánslæk        kl.: 12:00 og aftur kl.: 18:00.

 

Starfsfólk Sæferða.

Breyttur fundartími

Opnum félagsfundi foreldrafélags Tálknafjarðarskóla hefur verið frestað til fimmtudagsins 26. janúar, fundurinn hefst kl. 21:00 í grunnskólanum. Allir foreldrar barna í leik- og grunnskóladeild Tálknafjarðarskóla eru félagsmenn og þætti okkur í stjórninni vænt um ef þið sæuð ykkur fært að mæta.

...
Meira

Styrkir til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD greiningu

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sóttu um styrk vegna verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD greiningu. Verkefnastjórn sem skipuð var af velferðarráðuneyti fjallaði um og tók afstöðu til 122 umsókna þar sem samtals var sótt um 308 milljónir króna. Á þessu ári verður 90 milljónum úthlutað til verkefna sem verkefnastjórnin lagði áherslu á  að muni nýtast börnum og fjölskyldum þeirra sem best og jafnframt að stuðlað væri að samvinnu milli þeirra aðila sem að málaflokkunum koma.
 
Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sóttu um verkefni sem stuðlar að samvinnu milli grunnskóla Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhepps og Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu. Sveitarfélögunum stendur samtals til boða styrkur að upphæð 1.720.000 og er frestur gefinn til 6. janúar til þess að þiggja styrkinn.

 

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

Auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Í samræmi við áherslubreytingu sem nýr samningur landanna kveður á um er nú hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna.

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón