A A A

Ásthildur og Eyrún í Kastljósþætti

1 af 2

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps komu fram í viðtali við Gísla Einarsson fréttamann sem tekið var eftir fundinn á Patreksfirði.
Nálgast má viðtalið sem sýnt var í Kastljósi hér: Vegabætur á Vestfjörðum


Samræða betri en samræðuleysi

Gott er til þess að vita að blóðið rennur enn í Íslendingum eins og fram kom á fundum mínum í Bjarkarlundi og á Pareksfirði í Vesturbyggð í gær. Ekkert hef ég við það að athuga að menn gangi af fundi til að leggja áherslu á að málin þurfi ekki frekari umræðu og að þeirra afstaða hafi ekki haggast og muni ekki haggast! Ef þetta er afstaða manna þá er ekkert við það að athuga að hún komi fram með afgerandi hætti. Betri finnst mér þó vera umræðan en umræðuleysið ef menn raunverulega vilja þoka málum fram á við.

...
Meira

Gengu af fundi ráðherra

Fámennt var á fundinum eftir að þorri fundargesta gekk út í mótmælaskyni.
Fámennt var á fundinum eftir að þorri fundargesta gekk út í mótmælaskyni.

Nokkur hundruð manns gengu í hádeginu af fundi með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra til að láta í ljós óánægju með vegabætur á Vestfjarðarvegi. Á fundinum, sem haldinn var í félagsheimilinu á Patreksfirði, var lesin upp yfirlýsing frá íbúum þar sem þeir höfnuðu nýrri fjallvegaleið. Talið er að um 500 manns hafi sótt fundinn og að flestir hafi gengið út

...
Meira

Haustleikferð Kómedíuleikhússins

1 af 2

Kómedíuleikhúsið verður með tvo einleiki í Dunhaga á morgun, laugardaginn 17. sept. Sýningar hefjast kl. 20:00. Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Sýnd verða leikritin Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix sem bæði hafa fengið ferska og góða dóma áhorfenda. Leikirnir verða sýndir hver á eftir öðrum en gert verður stutt hlé á milli leikrita. Miðaverð er aðeins 1.900.- krónur.

...
Meira

Ráðherra boðar til íbúafundar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað til fundar með íbúum í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi í Félagsheimilinu á Patreksfirði á þriðjudag kl. 12. Þar verður rætt um tillögu ráðherra að svokallaðri D-leið við lagningu nýs þjóðvegar sem felst meðal annars í því að vegurinn fer um Hjallaháls og Ódrjúgsháls.

...
Meira

„Fólk er reitt og sorgmætt“

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti „Fólk er reitt og sorgmætt,“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti í Tálknafjarðarhreppi aðspurð um viðbrögð heimamanna við ákvörðun innanríkisráðherra að nýr þjóðvegur á sunnanverðum Vestfjörðum verði ekki lagður um Teigsskóg við Þorskafjörð. „Þau viðbrögð ættu svo sem ekki að koma á neinum á óvart þar sem íbúar í allri sýslunni hafa á tveimur fjölmennum íbúafundum harðlega mótmælt að þessi leið verði farin,“ bætir Eyrún við.

...
Meira
Eldri færslur
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Vefumsjón