A A A

Bókasafn Tálknafjarðar

Bókasafnið hefur aðsetur í Grunnskóla Tálknafjarðar.

Netfang: bokasafn@talknafjordur.is

Starfsmaður: Guðlaug S. Björnsdóttir, Gsm: 862 2723

 

Opnunartími bókasafnsins:

Bókasafn Tálknafjarðar opnar á ný eftir sumarleyfi þriðjudaginn 22. ágúst 2023.

 

Veturinn 2023-2024 verður bókasafnið opið almenningi á þriðjudögum kl. 18:00-19:30.

 

Fólk er hvatt til þess að vera duglegt að kíkja á bókasafnið og sérstaklega barnafólk til koma og fá bækur til þess að lesa saman heima.

 

Það er alltaf heitt á könnunni í Bókasafninu.

 
Gjaldskrá má nálgast hér.

 

 

Útlánareglur

 

Skírteini

Skírteini Bókasafns Tálknafjarðar er gefið út á einstakling og er óheimilt að nota skírteini annarra. Ef árgjald er ekki greitt er ekki hægt að fá lánað safnaefni.

 

Lykilorð

Lykilorð fyrir skírteinishafa til að komast inn á „mínar síður“ á www.gegnir.is úthlutar starfsmaður bókasafns.

 

Útlán
Lánstími er mismunandi, bækur eru að jafnaði lánaðar út í 30 daga en nýjar bækur eru lánaðar í 14 daga. Sumar bækur eru aðeins til nota á safni.

 

Sektir

Það er allra hagur að vel sé farið með safnaefni. Ef gögnum safnsins er skilað eftir að útlánstími rennur út eru greiddar dagsektir samkvæmt gjaldskrá. Innheimtubréf er sent út 4 vikum eftir skiladag. Glatist eða skemmist safnaefni í vörslu lánþega er það á hans ábyrgð og þarf hann þá að greiða lágmarks sekt eða andvirði þess sem tapast. Forráðamenn bera ábyrgð á því efni sem börn fá að láni.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón