A A A

Flokksstjóri unglingavinnu í sumar

Tálknafjarðarhreppur auglýsir starf flokksstjóra  laust til umsóknar.
 

Um er að ræða 100% starf í þrjá mánuði yfir sumartímann.

Starfið hentar báðum kynjum.
 

Frekari upplýsingar  gefur:

Arnheiður Jónsdóttir

Sími: 450-2300

arnheidur@vesturbyggd.is

Verslunin Hjá Jóhönnu opnar í dag

Kæru Tálknfirðingar. Í dag föstudag 28/4 ætlum við að hafa tilrauna opnun í versluninni Hjá Jóhönnu frá kl. 16:00 til 18:00. Á morgunn laugardaginn 29/4 verður opið frá kl 13:00 til 15:00 en lokað á sunnudag og á 1. maí.

Eftir það verður opið mánudaga-föstudaga 11:00 til 18:00 og á laugardögum 11:00 til 15:00. Lokað á sunnudögum.
 

Okkur langar að taka fram að vörulagerinn er ekki full mótaður þannig að við reynum að taka vel á móti öllum ábendingum um vörur sem þið teljið að gætu fallið inní vöruúrvalið hjá okkur, við biðjumst því velvirðingar á því ef vara er ekki komin í hús hjá okkur.
 

Með fyrirfram Þökk, Jóhanna & Ásgeir.
 

Auglýsing: Deiliskipulag fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar í Tálknafirði

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytingu á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar í Tálknafirði.
 

Breytingin felur í sér að hluti byggingarreits B2 er stækkaður um 25m til austurs og verður 10.300m² í stað 7400m². Skilmálar eru óbreyttir frá gildandi deiliskipulagi. Megin tilgangur þessarar breytingar er að skapa pláss á byggingareit fyrir stoðmannvirki við seiðaeldið sem þurfa að vera staðsett ofar í landinu eins og vatnstank og súrefnistank.
 

Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með 26. apríl  nk. til 9. júní 2017. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
breytt deiliskipulg gileyri-eysteinseyrir uppdráttur (.pdf)
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagið til 9. júní 2017.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Laust starf

  • Hafnarvörður/áhaldahús/eignasjóður.  

Helstu verkefni :

  • Vigtun sjávarfangs skv. lögum og skil á skýrslum því tengdu.
  • Umhirða hafnarsvæðis - viðhald og eftirlit með tækjum og fasteignum.
  • Umsjón með niðurröðun báta við bryggjur í samráði við útgerðaraðila.
  • Skil á mánaðalegum skýrslum til skrifstofu vegna hafnargjalda,rafmagns ofl
  • Skráning á skipakomum og skil á skýrslum til skrifstofu því tengdu.
  • Útvega verndarfulltrúa við skipakomur.
  • Almennt viðhald fasteigna og tækja allra deilda hreppsins.
  • Umsjón með viðhaldi, hálkuvörn og snjómokstri á götum í þéttbýli.
  • Umsjón með moltutromlu/endurvinnslu og ástandi áhaldahúss.
  • Vinnuvélastjórnun.
  • Útgáfa skilaskýrslna til úrvinnslusjóðs.
  • Gerð fjárhagsáætlunar fyrir áhaldahús, hafnarsjóð og eignarsjóð
  • Umsjón með gámaplani sveitarfélagsins.
  • Umsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins.

Starfskröfur :

  • Höfn : Almenn tölvukunnátta er skilyrði, sem og  þekking á excel,word og interneti vegna vinnu við Gafl vigtarforrit  og tölvupóst.  Viðkomandi þarf annað hvort að hafa réttindi sem löggiltur vigtarmaður eða að vera reiðubúinn til að fara á námskeið til öflunar slíkra réttinda. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku, og ensku.
  • Áhaldahús :  Iðnmenntun æskileg. Hæfi til að greina þörf á viðhaldi fasteigna, gatna, vatnsveitu, fráveitu, véla og tækja sveitarfélagsins.
  • Eingarsjóður : Viðkomandi þarf að geta sinnt almmenu viðhaldi, og að annast gerð viðhaldáætlunar fyrir fasteignir sveitarfélagsins. 
  • Gámaplan: Viðkomadi annast umhirðu á gámaplanai og móttöku á sorpi frá einstaklingum og fyrirtækjum og skilar inn skýrslu til skrifstofu um magn á sorpi o.fl. 
  • Vinnuskóli: Viðkomandi gerir áætlun um rekstur vinnuskóla, sér um ráðningu flokkstjóra og skipuleggur allt starf vinnuskólans.

Viðkomandi þarf að vera lipur í samskiptum, stundvís, reglusamur og snyrtimennska höfð í fyrirrúmi.  Þá þarf viðkomandi að hafa getu til þess að vinna sjálfstætt og hafa vilja til að sýna ábyrgð.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf  1.júni 2017. 

Starfshlutfall er 100%, laun skv. kjarasamningi FosVest og launanefndar sveitarfélaga. 

Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra á skrifstofu eða rafrænt á netfang sveitarstjori@talknafjordur.is  Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á http://talknafjordur.is/   Umsókn þurfa að fylgja eftirtalin gögn, sakavottorð og vottorð um búsforræði.

 

 Umsóknarfrestur er til 10. maí 2017.

 

Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri á skrifstofu sveitarfélagsins og/eða í síma 456-2539, / netfang sveitarstjori@talknafjordur.is

Sveitarstjórnarfundur

511. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 19. apríl 2017 og hefst kl. 18:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)
 

Sveitarstjóri

 

Endurmenntun fyrir atvinnubílstjóra

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á námskeið í endurmenntun atvinnubílstjóra með ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D.
 

Atvinnubílstjórum í vöruflutningum og farþegaflutningum í atvinnuskyni er gert að sækja 35 kennslustunda endurmenntun á fimm ára fresti. Námskeiðin eru fimm talsins sjö kennslustundir hvert.
 

Þeir bílstjórar sem fengið hafa réttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að ljúka endurmenntun fyrir 10. september 2018. Allir sem endurnýja ökuskírteini með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa lokið endurmenntun.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er með leyfi og viðurkenningu frá Samgöngustofu samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
 

Eftirfarandi námskeið verða í boði í maí og júní, skráning og upplýsingar í síma 4565020 og á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða http://frmst.is/ .

  • Lög og reglur
  • Umferðaröryggi - bíltækni
  • Vistakstur – öryggi í akstri
  • Skyndihjálp
Eldri færslur
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Vefumsjón